Helgi Valur Daníelsson var á skotskónum með AIK í Evrópudeildinni í kvöld en það dugði ekki því sænska liðið varð að sætta sig við 2-3 tap á móti Dnipro á heimavelli. FC Kaupmannahöfn tapaði líka sínum leik.
Helgi Valur kom AIK í 1-0 strax á 7. mínútu leiksins og Henok Goitom kom AIk aftur yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að Nikola Kalinic jafnaði fyrir úkraínska liðið.
Úkraínumennirnir skoruðu síðan tvö mörk á síðustu sextán mínútum og tryggðu sér 3-2 útisigur og fullt hús á toppi riðilsins.
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn og Rúrik Gíslason fyrstu 73 mínúturnar þegar FC Kaupmannahöfn tapaði 1-0 á útivelli á móti Steaua Búkarest.
