Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2012 06:00 Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar