Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið 3. júlí 2012 11:00 Gunnar í bardaga við Butenko á dögunum. Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“