Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið 3. júlí 2012 11:00 Gunnar í bardaga við Butenko á dögunum. Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira