Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið 3. júlí 2012 11:00 Gunnar í bardaga við Butenko á dögunum. Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira