Útpælt og proggað popp Trausti Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:45 Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira