Innlent

Norðurlöndin í sérflokki

Á netinu Nær allir Norðurlandabúar hafa nýtt sér netið, en tæpur fjórðungur í ESB-löndum aldrei.
Á netinu Nær allir Norðurlandabúar hafa nýtt sér netið, en tæpur fjórðungur í ESB-löndum aldrei.
Norðurlöndin eru í sérflokki í Evrópu hvað varðar útbreiðslu háhraðatenginga. Þetta kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Háhraðatengingar hafa jafnan verið mun útbreiddari á Norðurlöndum en gengur og gerist í ESB-löndunum. Í fyrra voru þar 80 til 92% með aðgang að slíku en meðaltalið í ESB er 67%. Þá er almenn netnotkun meiri á Norðurlöndum, þar sem milli fjögur og níu prósent íbúa hafa aldrei notað internetið, samanborið við 24% íbúa að meðaltali í ESB löndunum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×