Innlent

Strandveiðar stöðvaðar

Komið til hafnar Strandveiðar verða stöðvaðar á Arnarstapa í dag.
fréttablaðið/stefán
Komið til hafnar Strandveiðar verða stöðvaðar á Arnarstapa í dag. fréttablaðið/stefán
Strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A frá og með deginum í dag. Um er að ræða landið vestanvert og vestfjarðakjálkann, frá Snæfellsnesi til Súðavíkur.

Á morgun verða veiðarnar stöðvaðar á svæði D sem nær yfir Suðurland og Suðvesturhornið, frá Hornafirði yfir Faxaflóann til Borgarness. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er landinu skipt í fjögur svæði. Svæðunum fjórum er svo úthlutað aflamark fyrir hvern mánuð í sumar, frá maí út ágúst. - bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×