Isavia mun yfirfara öryggiseftirlit sitt með starfsemi á Keflavíkurflugvelli eftir að tveir menn komust inn á flughlað og upp í vél Icelandair aðfaranótt sunnudags. Í tilkynningu frá Isavia segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum.
Mennirnir tveir, sem eru ungir hælisleitendur og búsettir á gistiheimili í Reykjanesbæ, komust inn á svæðið með því að fara yfir girðingu og komust þaðan inn á flughlað og upp í flugvél Icelandair, sem var á leið til Kaupmannahafnar.
Í fyrrnefndri tilkynningu Isavia segir að „ekkert athugavert" hafi komið í ljós við skoðun á verklagi öryggisstarfsmanna Isavia á þeim tíma er atvikið átti sér stað. Mennirnir tveir hafi „greinilega verið vel skipulagðir".
„Öryggisdeild Isavia, sem fer með öryggis- og flugverndarmál á Keflavíkurflugvelli, starfar eftir mjög ströngu verklagi sem samþykkt er af Flugmálastjórn Íslands," segir þar.
Öryggiskerfið er sagt hafa virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt verklagsreglum og fundið mennina inni á salerni vélarinnar áður en hún fór í loftið.
Forsvarsmenn Icelandair vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða í gær.
Ekki náðist í forstjóra Isavia, en Þórólfur Árnason stjórnarformaður sagði aðspurður um hvort öryggismál Isavia væru í góðum málum að lögregla væri að rannsaka málið.
„Við verðum að bíða og heyra hvað lögreglan hefur að segja," sagði Þórólfur. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.
thorgils@frettabladid.is
Mál laumufarþega sagt mjög alvarlegt

Mest lesið





Engin röð á Læknavaktinni
Innlent



Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent


Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent