SagaPro – Náttúrumeðal eða della Reynir Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2012 06:00 Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar