Unga fólkið sem villist af leið Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 10. júlí 2012 06:00 Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag?
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun