Björgólfur Thor fær ekki að breyta húsinu 11. júlí 2012 04:00 Friðað Húsið er talið sýna merki um bestu iðnkunnáttu á Íslandi þegar það reis árið 1907. Fréttablaðið/arnþór Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978. Þegar húsið var reist árið 1907 þótti það glæsilegasta íbúðarhús á Íslandi. Í því voru raf- og vatnslagnir sem þóttu nýlunda á þeim tíma. Það var athafnamaðurinn Thor Jensen sem fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna það fyrir sig. Innra byrðið er talið bera vitni um bestu iðnkunnáttu þess tíma sem það reis, hvort sem um er að ræða smíði eða málun. Björgólfur Thor Björgólfsson á húsið í dag. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, segir að áform hans hafi legið fyrir síðan hann eignaðist húsið. „Þegar hann keypti húsið var lagt upp með að hafa íbúð á efri hæðinni og sýningar- og veislusali á neðri hæð. Þar yrði einnig eldhúsi og snyrtiaðstöðu komið fyrir." Ragnhildur bendir á að húsið sé í mikilli niðurníðslu og að ekki sé búandi í því eins og er. „Það sem stóð í húsafriðunarnefnd var að það átti að flytja stiga. Þó að Björgólfur Thor byðist til þess að færa allt í upphaflegt horf ef og þegar hann seldi var ekki tekið mark á því." „Það þarf að endurhugsa þetta allt núna," segir Ragnhildur. „Það hefur verið ljóst síðan 2007 hvað hann ætlaði að gera með húsið."- bþh Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978. Þegar húsið var reist árið 1907 þótti það glæsilegasta íbúðarhús á Íslandi. Í því voru raf- og vatnslagnir sem þóttu nýlunda á þeim tíma. Það var athafnamaðurinn Thor Jensen sem fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna það fyrir sig. Innra byrðið er talið bera vitni um bestu iðnkunnáttu þess tíma sem það reis, hvort sem um er að ræða smíði eða málun. Björgólfur Thor Björgólfsson á húsið í dag. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, segir að áform hans hafi legið fyrir síðan hann eignaðist húsið. „Þegar hann keypti húsið var lagt upp með að hafa íbúð á efri hæðinni og sýningar- og veislusali á neðri hæð. Þar yrði einnig eldhúsi og snyrtiaðstöðu komið fyrir." Ragnhildur bendir á að húsið sé í mikilli niðurníðslu og að ekki sé búandi í því eins og er. „Það sem stóð í húsafriðunarnefnd var að það átti að flytja stiga. Þó að Björgólfur Thor byðist til þess að færa allt í upphaflegt horf ef og þegar hann seldi var ekki tekið mark á því." „Það þarf að endurhugsa þetta allt núna," segir Ragnhildur. „Það hefur verið ljóst síðan 2007 hvað hann ætlaði að gera með húsið."- bþh
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira