Boðar niðurskurð og hækkanir 12. júlí 2012 00:00 fjölmennt Mótmælendur fjölmenntu í miðborg Madrídar í gær, en upphaf mótmælanna er óánægja námuverkamanna með lægri niðurgreiðslur til greinarinnar. fréttablaðið/ap Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb
Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira