Forsetinn minn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar