Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta 13. júlí 2012 06:30 Í fjósinu Bændur sem fullvinna og selja eigin afurðir vilja fá heimild til að framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk. Myndin af þessum fallegu gripum tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira