Búið er að selja um sjö þúsund miða á Þjóðhátíð í Eyjum. Svo mikil aðsókn var í miða í vikunni að netsíðan sem hýsir miðasöluna hrundi.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að útlit sé fyrir að um sextán þúsund manns verði á hátíðinni rétt eins og í fyrra.
„Hún er líka komin í hámarksstærð," segir hann. „Við getum alveg tekið við fleiri en samgöngurnar eru þannig að það er bara ekki hægt að flytja fleiri til okkar. - jse
