Strax byrjaðir á nýrri plötu 13. júlí 2012 11:00 Gott tvíeyki Þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar eru búnir að gera 34 lög saman í vetur og stefna á áframhaldandi samstarf. „Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs Fréttir Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs
Fréttir Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira