Samninga á að virða Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar