Enn um Hörpu Ármann Örn Ármannsson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun