Engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af Þórunni 26. júlí 2012 10:15 Hér gefur að líta skjáskot úr væntanlegu tónlistarmyndbandi söngkonunnar Þórunnar Antoníu þar sem hún leikur á móti fyrirsætunni og læknanemanum Elmari Johnson. Mynd/Narvi Creative „Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helgarferð," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntanlegt myndband við lag sitt So High. Upptökur fóru fram í London fyrir rúmri viku og með útgáfu þess fylgir hún eftir nýju breiðskífunni, Star-Crossed, sem kom í verslanir í vikunni. Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson leikur kærasta Þórunnar og var hlutverkið frumraun hans sem leikara. Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega og lúxus að fá að dvelja í fimm daga í Lundúnum. „Þetta var æðislega gaman og góður hópur. Þau eru algjört fagfólk þannig þetta gat ekki klikkað," segir hann og bætir við að tenging hafi myndast auðveldlega milli hans og Þórunnar. „Það var engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af henni." Elmar og Þórunn kyssast sem ástfangið par myndbandsins og segir hann það hafa verið lítið mál. „Já, við kyssumst en það var miklu minna en ég bjóst við. Ég hélt að þetta ætti að vera svaka ástarsena en það var meira spilað á einhverja tengingu frekar en líkamlegt aðdráttarafl," segir hann. Narvi Creative, sem er skipað Ellen Loftsdóttur og Þorbirni Ingasyni, sér um leikstjórn og framleiðslu og fengu þau Ágúst Jakobsson, einn reyndasta tökumann landsins, til liðs við sig en hann hefur skotið myndbönd fyrir nöfn á borð við Björk, Sigur Rós, Beck, Johnny Cash og Snoop Dog. Narvi gerði myndband GusGus við lagið Over síðastliðið sumar og hafa tæplega tvær og hálf milljón manns horft á það á Youtube. „Við stefnum á fimm milljónir með þessu," segir Ellen hlæjandi en Narvi annast ýmis verkefni á sviði tísku og auglýsinga. „Ég bjó í London í sjö ár og við vildum fá alþjóðlega tilfinningu í myndbandið sem Wow air lét verða að veruleika," segir Þórunn stödd í Los Angeles við upptökur með hljómsveitinni Thenewno2 en hún syngur í þremur lögum á nýrri plötu þeirra. Aðrir gestasöngvarar eru RZA, Regina Spector, Ben Harper og Holly Marilyn. hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helgarferð," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntanlegt myndband við lag sitt So High. Upptökur fóru fram í London fyrir rúmri viku og með útgáfu þess fylgir hún eftir nýju breiðskífunni, Star-Crossed, sem kom í verslanir í vikunni. Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson leikur kærasta Þórunnar og var hlutverkið frumraun hans sem leikara. Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega og lúxus að fá að dvelja í fimm daga í Lundúnum. „Þetta var æðislega gaman og góður hópur. Þau eru algjört fagfólk þannig þetta gat ekki klikkað," segir hann og bætir við að tenging hafi myndast auðveldlega milli hans og Þórunnar. „Það var engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af henni." Elmar og Þórunn kyssast sem ástfangið par myndbandsins og segir hann það hafa verið lítið mál. „Já, við kyssumst en það var miklu minna en ég bjóst við. Ég hélt að þetta ætti að vera svaka ástarsena en það var meira spilað á einhverja tengingu frekar en líkamlegt aðdráttarafl," segir hann. Narvi Creative, sem er skipað Ellen Loftsdóttur og Þorbirni Ingasyni, sér um leikstjórn og framleiðslu og fengu þau Ágúst Jakobsson, einn reyndasta tökumann landsins, til liðs við sig en hann hefur skotið myndbönd fyrir nöfn á borð við Björk, Sigur Rós, Beck, Johnny Cash og Snoop Dog. Narvi gerði myndband GusGus við lagið Over síðastliðið sumar og hafa tæplega tvær og hálf milljón manns horft á það á Youtube. „Við stefnum á fimm milljónir með þessu," segir Ellen hlæjandi en Narvi annast ýmis verkefni á sviði tísku og auglýsinga. „Ég bjó í London í sjö ár og við vildum fá alþjóðlega tilfinningu í myndbandið sem Wow air lét verða að veruleika," segir Þórunn stödd í Los Angeles við upptökur með hljómsveitinni Thenewno2 en hún syngur í þremur lögum á nýrri plötu þeirra. Aðrir gestasöngvarar eru RZA, Regina Spector, Ben Harper og Holly Marilyn. hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira