Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2012 18:49 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira