Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu 7. ágúst 2012 06:00 mynd/ valli Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. - Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. -
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira