Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar