Kveðja frá Hinsegin dögum Þorvaldur Kristinsson skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar