Akranesviti orðinn klár menningarviti 15. ágúst 2012 07:00 Hilmar Sighvatsson Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira