Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2012 10:30 49 stig í tveimur leikjum Jón Arnór Stefánsson skoraði 28 stig í sigrinum á Slóvakíu og er með 24,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Íslands í Evrópukeppninni. fréttablaðið/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. „Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni," sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum. Íslenska liðið var 44-36 yfir í hálfleik og vann lokaleikhlutann 27-16 eftir að hafa misst Slóvakana fram úr sér eftir slakan þriðja leikhluta. Misstu út tvo leikmenn„Við misstum tvo menn út fyrir leikinn þannig að það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þessum sigri," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn en það var ekki nóg með að Logi Gunnarsson, leikreyndasti leikmaður hópsins, lá veikur heima heldur meiddist Pavel Ermonlinskij í nára í upphitun. Peter Öqvist, þjálfari íslenska liðsins, leitaði til hins 21 árs gamla Ægis Þórs Steinarssonar sem byrjaði inn á í sínum fyrsta landsleik og lék alls í tæpar 32 mínútur. „Ægir svaraði heldur betur kallinu og spilaði þennan leik eins og reynslubolti. Það skiluðu allir sínu í dag. Ægir og Haukur komu gríðarlega sterkir inn og við þurftum heldur betur á því að halda," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið vann 14 stig þær 32 mínútur sem Ægir spilaði með en tapaði átta stigum þær átta mínútur sem hann sat á bekknum. Jón Arnór kom íslenska liðinu tíu stig yfir í upphafi seinni hálfleiks með sínu tuttugasta stigi í leiknum en þá kom skelfilegur kafli þar sem Slóvakarnir skoruðu átján stig í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Nýtt persónulegt met hjá Jóni„Við náðum að stjórna hraðanum mest allan tímann, misstum reyndar aðeins niður einbeitinguna í þriðja fjórðungi en við endurstilltum okkur, hittum síðan úr stórum skotum í lokin og náðum að stoppa þá," sagði Jón Arnór og bætti við: „Þessi leikur er þannig að lið skiptast á því að ná sprettum. Þetta var því bara spurning um hvenær við kæmust aftur í gírinn, héldum áfram og næðum þessi rytma í okkar leik sem við vorum með áður," sagði Jón. Jón Arnór setti nýtt persónulegt met í mótsleik með því að skora 28 stig í leiknum en hann hafði mest áður skorað 23 stig þegar Íslendingar unn Hollendinga í Smáranum í ágúst 2009. Jón Arnór fór á kostum í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af tíu skotum sínum. „Ég var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleik. Það var heitt inni í salnum og ég var búinn að missa alveg gríðarlega mikinn vökva. Ég á það til að svitna svolítið mikið þannig að ég var orðinn virkilega þreyttur í seinni hálfleik. Aðrir stigu fram og kláruðu þetta. Ég var almennt nokkuð sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Ég skoraði svolítið mikið í fyrri hálfleik en ég var ekkert voðalega góður í seinni hálfleik, við skulum hafa það alveg á hreinu. Hinir strákarnir í liðinu sigldu þessu í höfn í lokin," sagði Jón Arnór sem hikar ekki við að gagnrýna sjálfan sig þrátt fyrir flottan leik. Fram undan eru átta aðrir leikir og sá fyrsti af þeim er á móti Ísraelum í Laugardalshöllinni á morgun. „Þetta er bara rétt að byrja en við erum að taka skref fram á við og við erum að bæta okkur síðan í Höllinni. Leikur liðsins var betri í dag (á laugardag) og vonandi verður þannig áfram, hægt og rólega upp á við," sagði Jón Arnór en hann vill heyra meira í fólkinu á pöllunum. Vill fá meiri stemningu„Það væri gaman að fá góða stemningu í Höllina þegar við spilum á móti Ísraelum. Það mættu margir á síðasta leik en ég væri til í að fá meiri stemningu og helst trommusveit. Ég skora á Miðjuna hjá KR að mæta á leikinn og ég skal bjóða þeim á leikinn ef þeir koma," sagði Jón Arnór léttur. Það mæðir mikið á Jóni í leik íslenska liðsins en hann hefur svarað því með því að skora 49 stig í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópukeppninni. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. „Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni," sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum. Íslenska liðið var 44-36 yfir í hálfleik og vann lokaleikhlutann 27-16 eftir að hafa misst Slóvakana fram úr sér eftir slakan þriðja leikhluta. Misstu út tvo leikmenn„Við misstum tvo menn út fyrir leikinn þannig að það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þessum sigri," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn en það var ekki nóg með að Logi Gunnarsson, leikreyndasti leikmaður hópsins, lá veikur heima heldur meiddist Pavel Ermonlinskij í nára í upphitun. Peter Öqvist, þjálfari íslenska liðsins, leitaði til hins 21 árs gamla Ægis Þórs Steinarssonar sem byrjaði inn á í sínum fyrsta landsleik og lék alls í tæpar 32 mínútur. „Ægir svaraði heldur betur kallinu og spilaði þennan leik eins og reynslubolti. Það skiluðu allir sínu í dag. Ægir og Haukur komu gríðarlega sterkir inn og við þurftum heldur betur á því að halda," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið vann 14 stig þær 32 mínútur sem Ægir spilaði með en tapaði átta stigum þær átta mínútur sem hann sat á bekknum. Jón Arnór kom íslenska liðinu tíu stig yfir í upphafi seinni hálfleiks með sínu tuttugasta stigi í leiknum en þá kom skelfilegur kafli þar sem Slóvakarnir skoruðu átján stig í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Nýtt persónulegt met hjá Jóni„Við náðum að stjórna hraðanum mest allan tímann, misstum reyndar aðeins niður einbeitinguna í þriðja fjórðungi en við endurstilltum okkur, hittum síðan úr stórum skotum í lokin og náðum að stoppa þá," sagði Jón Arnór og bætti við: „Þessi leikur er þannig að lið skiptast á því að ná sprettum. Þetta var því bara spurning um hvenær við kæmust aftur í gírinn, héldum áfram og næðum þessi rytma í okkar leik sem við vorum með áður," sagði Jón. Jón Arnór setti nýtt persónulegt met í mótsleik með því að skora 28 stig í leiknum en hann hafði mest áður skorað 23 stig þegar Íslendingar unn Hollendinga í Smáranum í ágúst 2009. Jón Arnór fór á kostum í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af tíu skotum sínum. „Ég var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleik. Það var heitt inni í salnum og ég var búinn að missa alveg gríðarlega mikinn vökva. Ég á það til að svitna svolítið mikið þannig að ég var orðinn virkilega þreyttur í seinni hálfleik. Aðrir stigu fram og kláruðu þetta. Ég var almennt nokkuð sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Ég skoraði svolítið mikið í fyrri hálfleik en ég var ekkert voðalega góður í seinni hálfleik, við skulum hafa það alveg á hreinu. Hinir strákarnir í liðinu sigldu þessu í höfn í lokin," sagði Jón Arnór sem hikar ekki við að gagnrýna sjálfan sig þrátt fyrir flottan leik. Fram undan eru átta aðrir leikir og sá fyrsti af þeim er á móti Ísraelum í Laugardalshöllinni á morgun. „Þetta er bara rétt að byrja en við erum að taka skref fram á við og við erum að bæta okkur síðan í Höllinni. Leikur liðsins var betri í dag (á laugardag) og vonandi verður þannig áfram, hægt og rólega upp á við," sagði Jón Arnór en hann vill heyra meira í fólkinu á pöllunum. Vill fá meiri stemningu„Það væri gaman að fá góða stemningu í Höllina þegar við spilum á móti Ísraelum. Það mættu margir á síðasta leik en ég væri til í að fá meiri stemningu og helst trommusveit. Ég skora á Miðjuna hjá KR að mæta á leikinn og ég skal bjóða þeim á leikinn ef þeir koma," sagði Jón Arnór léttur. Það mæðir mikið á Jóni í leik íslenska liðsins en hann hefur svarað því með því að skora 49 stig í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópukeppninni.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira