Veiðar á lóu og spóa 21. ágúst 2012 06:00 Að meginreglu eru allar villtar fuglategundir friðaðar hér á landi samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þær tegundir sem heimilt er að veiða eru sérstaklega tilgreindar í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Það sama á við um veiðitímabil og veiðiaðferðir. Lóa og spói eru ekki á meðal þeirra 29 fuglategunda sem heimilt er að veiða á Íslandi en þær eru hrafn, fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla (hefðbundin ungataka), helsingi, hvítmáfur, rita, skúmur (hefðbundin eggjataka), kjói, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd, hettumáfur, grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa. Um vernd villtra fugla í Evrópusambandinu er fjallað í svonefndri fuglatilskipun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Samkvæmt tilskipuninni er meginreglan sú að allar fuglategundir eru friðaðar en í viðaukum við tilskipunina eru taldar upp þær tegundir sem undanþegnar eru veiðibanni. Í viðauka II-A við fuglatilskipunina eru taldar upp 24 fuglategundir sem öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á. Af þessum 24 tegundum lifa fimmtán á Íslandi. Sex þeirra er heimilt að veiða hér á landi (grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa) en hinar níu eru friðaðar. Ekki yrði þörf á að aflétta friðun umræddra tegunda við innleiðingu tilskipunarinnar, ef til aðildar Íslands kæmi, þar sem aðildarríkjum er heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Í viðauka II-B við fuglatilskipunina er listi yfir þær fuglategundir sem sumum aðildarríkjum er heimilt að leyfa veiðar á, á sínu umráðasvæði, og tafla sem sýnir hverjar þessara tegunda má veiða í hvaða landi. Bæði lóan og spóinn eru taldar upp í viðauka II-B. Heimilt er að leyfa veiðar á lóu í Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Frakklandi, Írlandi, Möltu, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Í þremur löndum, Danmörku, Frakklandi og Bretlandi, er heimilt að leyfa veiðar á spóa. Af þeim tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi eru átta taldar upp í viðauka II-B (svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd og hettumáfur) og því fordæmi fyrir því að heimilt sé að veiða þær í tilteknum aðildarríkjum. Til að halda ástandi fuglaveiða óbreyttu í landinu, ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi, þurfa stjórnvöld að semja um heimild til áframhaldandi veiða á þeim 23 tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi en ekki eru taldar upp í viðauka II-A. Það mundi krefjast þess að þeim tegundunum sem heimilt er að veiða á Íslandi en hvorki eru taldar upp í viðauka II-A né II-B yrði bætt við viðauka II-B. Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja, þar sem aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Hins vegar yrðu veiðar á lóu og spóa ekki heimilaðar nema með samþykki Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Að meginreglu eru allar villtar fuglategundir friðaðar hér á landi samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þær tegundir sem heimilt er að veiða eru sérstaklega tilgreindar í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Það sama á við um veiðitímabil og veiðiaðferðir. Lóa og spói eru ekki á meðal þeirra 29 fuglategunda sem heimilt er að veiða á Íslandi en þær eru hrafn, fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla (hefðbundin ungataka), helsingi, hvítmáfur, rita, skúmur (hefðbundin eggjataka), kjói, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd, hettumáfur, grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa. Um vernd villtra fugla í Evrópusambandinu er fjallað í svonefndri fuglatilskipun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Samkvæmt tilskipuninni er meginreglan sú að allar fuglategundir eru friðaðar en í viðaukum við tilskipunina eru taldar upp þær tegundir sem undanþegnar eru veiðibanni. Í viðauka II-A við fuglatilskipunina eru taldar upp 24 fuglategundir sem öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á. Af þessum 24 tegundum lifa fimmtán á Íslandi. Sex þeirra er heimilt að veiða hér á landi (grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa) en hinar níu eru friðaðar. Ekki yrði þörf á að aflétta friðun umræddra tegunda við innleiðingu tilskipunarinnar, ef til aðildar Íslands kæmi, þar sem aðildarríkjum er heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Í viðauka II-B við fuglatilskipunina er listi yfir þær fuglategundir sem sumum aðildarríkjum er heimilt að leyfa veiðar á, á sínu umráðasvæði, og tafla sem sýnir hverjar þessara tegunda má veiða í hvaða landi. Bæði lóan og spóinn eru taldar upp í viðauka II-B. Heimilt er að leyfa veiðar á lóu í Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Frakklandi, Írlandi, Möltu, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Í þremur löndum, Danmörku, Frakklandi og Bretlandi, er heimilt að leyfa veiðar á spóa. Af þeim tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi eru átta taldar upp í viðauka II-B (svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd og hettumáfur) og því fordæmi fyrir því að heimilt sé að veiða þær í tilteknum aðildarríkjum. Til að halda ástandi fuglaveiða óbreyttu í landinu, ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi, þurfa stjórnvöld að semja um heimild til áframhaldandi veiða á þeim 23 tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi en ekki eru taldar upp í viðauka II-A. Það mundi krefjast þess að þeim tegundunum sem heimilt er að veiða á Íslandi en hvorki eru taldar upp í viðauka II-A né II-B yrði bætt við viðauka II-B. Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja, þar sem aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Hins vegar yrðu veiðar á lóu og spóa ekki heimilaðar nema með samþykki Evrópusambandsins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun