Íslenski boltinn

Þorlákur: Þetta verður erfitt og dýrt ferðalag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir í leik með Stjörnunni
Harpa Þorsteinsdóttir í leik með Stjörnunni Mynd/Ernir
Dregið var í 32- og 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í gær. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og drógust gegn FK Zorkiy frá Rússlandi.

„Þetta var svo sem ekki óskadráttur fyrir okkur því þetta verður erfitt og dýrt ferðalag," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar.

„En það ríkir gríðarlega mikil spenna fyrir þessu verkefni innan félagsins, ekki síst vegna þess að ef við vinnum mætum við Lyon í 16-liða úrslitum," bætti hann við en Lyon er ríkjandi Evrópumeistari og besta félagslið heims í dag.

Þorlákur þekkir ekki mikið til rússneska kvennaboltans. „Það eru nokkur fjársterk lið í Rússlandi og í þessu liði eru nokkrir mjög sterkir erlendir leikmenn. Ég veit að þetta er gott lið og það verður bara að koma í ljós hvort við erum nægilega góð til að geta slegið það úr leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×