Íslenski boltinn

Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fagna bikarnum í fyrra.
Valskonur fagna bikarnum í fyrra. Mynd/Arnþór
Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Valur hefur slegið Stjörnuna út úr bikarnum öll þrjú árin (5-0 í undanúrslitum 2009, 1-0 í úrslitaleiknum 2010 og 1-0 í 8 liða úrslitum 2011) og í raun fjögur ár í röð því Valur komst í bikarúrslitin 2008 eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitunum.

Valur er búinn að vinna átta bikarleiki í röð á móti Garðabæjarliðinu eða síðan Stjarnan sló Val út í bikarkeppninni fyrir tuttugu árum.

Þetta er þegar orðin næstlengsta sigurgangan í sögu bikarkeppni kvenna en Valur á metið frá því að Hlíðarendadömur unnu 19 bikarleiki í röð á árunum 1984 til 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×