Innlent

Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér

Íslenskir stúdentar hafa tækifæri til að læra læknisfræði í Slóvakíu.
Íslenskir stúdentar hafa tækifæri til að læra læknisfræði í Slóvakíu. Nordicphotos/getty
Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins.

Fréttablaðið fjallaði fyrir skömmu um áhuga skólans á að fá íslenska stúdenta til náms og kom fram að inntökupróf yrði haldið ef sex eða fleiri skráðu sig.

Sex íslenskir stúdentar hafa þegar skilað inn gögnum til þess að fá að þreyta inntökuprófið. „Það er alveg víst að þetta verður plan B hjá mörgum næsta vor,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi.

Einn íslenskur stúdent, útskrifaður í eðlisfræði frá Háskóla Íslands, hefur þegar fengið inngöngu í læknaskólann.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×