Staðreyndir um samsæri Halldór Halldórsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp" eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats" lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann! Í máli sínu ruglar ritstjórinn saman samsærinu um að losna við Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME og óbirtri ákæru á hendur honum um meint upplýsingalekabrot, ákæru sem var lekið í Fréttablaðið. Þetta eru tvö óskyld mál. Gunnar var látinn víkja úr starfi vegna ásakana um að hafa leynt upplýsingum frá því 2001 um aflandsfélög Landsbankans, þegar hann var einn af framkvæmdastjórum gamla bankans. Þá fékk hann þá ráðgjöf frá FME og raunar víðar, að honum bæri ekki að blanda upplýsingum um þessi tvö félög við annað í umbeðnu bréfi til eftirlitsins. Hvar er samsærið? spyrð þú. Svarið er einfalt: Það tókst. Það fólst í því að þjóna hagsmunum valdsmanna, nokkurra stjórnmálamanna allra flokka, embættismanna og svo náttúrlega svindlaranna í bönkunum, sem settu Ísland á hausinn. Þeir vildu fyrir alla muni losna við kraftmikinn mann hjá FME, sem laut ekki boðvaldi þeirra og neitaði margoft að ganga erinda þeirra í starfi. Hann var búinn, ásamt góðum starfsmönnum FME, ónefndum fórnarlömbum þessa gráa gamans, að ryðja yfir 80 málum til sérstaks saksóknara og annarra réttargæzluembætta þannig að mörgum guðjónum og guðjónssonum í hópi svindlara og lögmanna þeirra auk annarra ónefndra þiggjenda bóluáranna, var hætt að lítast á blikuna. Gunnar ekki vanhæfur – þrjú samdóma lögfræðiálitFljótlega eftir að Gunnar var ráðinn settust menn niður og lögðu á ráðin um samsæri gegn forstjóranum. Eftir þrotlausar tilraunir samsærismanna tókst loks að búa til brottrekstrarsök. Margir Íslendingar halda að samsæri séu óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Samsæriskenningar eru gjarnan bölvuð della, en það þýðir ekki, að samsæriskenningin um brottrekstur Gunnars Þ. Andersen sé della. Hún er augljós og liggur raunar fyrir skjalfest í skýrslum, bréfum, fréttatilkynningum, fréttum og ýmsum öðrum upplýsingum þessa ævintýralega máls, sem á sér ekki líka í íslenzkri samtímasögu, og er þá mikið sagt. Upphaf máls var, að háttsettir og valdamiklir samsærismenn fóru af stað til að losna við OF duglegan rannsakanda hjá FME: 1. Fyrst var leitað til heiðarlegs lögmanns, Andra Árnasonar, sem komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri könnun (1. skýrsla) á málinu fyrir FME, að Gunnar hefði ekki brotið lög og engin rök stæðu til að reka hann. Samsærismenn voru óánægðir og báðu Andra að fara aftur yfir málið. Niðurstaða skýrslu númer 2 var sú sama. 2. Nú leið Valdimar Leifssyni, form. stjórnar FME illa og bað hann þá um nýjan lögmann samkvæmt „áætlun" (MBL), „ferli" (RÚV) FME. Morgunblaðið spurði undrandi hvers vegna væri allt í einu beðið um nýtt lögfræðiálit á tveimur fyrirliggjandi lögfræðiálitum og hefur eftir stjórnarformanni, að „…niðurstaða Andra hafi verið mjög skýr". Gunnar væri ekki vanhæfur. En þrátt fyrir „skýra" niðurstöðu var Ástráður Haraldsson lögmaður samt fenginn til að endurtaka verkið og í þriðju skýrslu um meint vanhæfi Gunnars komst hann að sömu niðurstöðu og Andri. Gunnar hefði lagalega hreinan skjöld og væri hæfur. Stæk skítalykt samsæris – Stjórn FME tók löglausa ákvörðunNúna ættu lesendur að vera farnir að finna skítalykt af samsæri. En ef ekki, skal ég bæta um betur: 3. Daginn áður, en þriðju skýrslu (Ástráður) var skilað inn, þ. 15. feb. 2012, neyddist Valdimar stjórnarformaður til að segja: „…engin ástæða til að reka Gunnar." Næsta dag skilaði Ástráður lögfræðiáliti sínu (16. feb.). Þar leynist kafli með prívathugleiðingum lögmannsins og samkvæmt stórkostlegri „huglægri niðurstöðu" segir hann að í ljósi þess að Gunnar telji sig ekki hafa gert neitt rangt (e.o. Andri og Ástráður eru sammála Gunnari um) vakni efasemdir um „óhæði" embættisins! Auk þess nefnir Ástráður, að umræða um embættið, sem samsærismenn komu reyndar sjálfir á stað, hafi kannski áhrif á þetta „óhæði"! Þetta er nýtt innlegg og einhver ævintýralegasta vitleysa, sem ég hef séð og það í svokölluðu „lögfræðiáliti". En meginniðurstaða Ástráðs er þó þessi: „Við tökum undir þá niðurstöðu Andra Árnasonar að gögn málsins beri ekki með sér neitt sem bendi til þess, að Gunnar Þ. Andersen hafi brotið lög með aðkomu sinni að skipulagningu aflandsstarfsemi Landsbankans og stjórnarsetu í NBI Holdings Ltd. og LB Holding Ltd.…Einnig er það mat okkar að ekki séu forsendur til þess…að víkja forstjóranum frá störfum, hvorki tímabundið né varanlega." 4. Þessi þriðja samhljóða niðurstaða jafnmargra lögfræðiálita um hæfi Gunnars dugði ekki! Daginn eftir, að Ástráður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi skrifa undir álit sitt, sendir stjórn FME samt bréf til forstjórans dags. 17. feb. 2012 og segist ætla að segja honum upp vegna þess, að hann hafi „átt þátt í aðgerðum sem voru til þess fallnar að villa um fyrir stofnuninni við eftirlit hennar með málefnum bankans". Þann 1. marz 2012 var Gunnar svo rekinn vegna „villandi upplýsingagjafar" árið 2001 og einnig vegna þess, að Gunnar teldi sig ekki hafa gert neitt rangt fyrir 11 árum! Lögmennirnir töldu ástæður FME ekki gild vanhæfisrök. Þannig er niðurstaðan beinlínis óskiljanleg nema kannski vegna þess, að við vitum, að niðurstaðan átti að vera brottrekstur, hvað sem það kostaði. Þetta er samsærið, sem Fréttablaðið spyr um! Skráð 22. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp" eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats" lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann! Í máli sínu ruglar ritstjórinn saman samsærinu um að losna við Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME og óbirtri ákæru á hendur honum um meint upplýsingalekabrot, ákæru sem var lekið í Fréttablaðið. Þetta eru tvö óskyld mál. Gunnar var látinn víkja úr starfi vegna ásakana um að hafa leynt upplýsingum frá því 2001 um aflandsfélög Landsbankans, þegar hann var einn af framkvæmdastjórum gamla bankans. Þá fékk hann þá ráðgjöf frá FME og raunar víðar, að honum bæri ekki að blanda upplýsingum um þessi tvö félög við annað í umbeðnu bréfi til eftirlitsins. Hvar er samsærið? spyrð þú. Svarið er einfalt: Það tókst. Það fólst í því að þjóna hagsmunum valdsmanna, nokkurra stjórnmálamanna allra flokka, embættismanna og svo náttúrlega svindlaranna í bönkunum, sem settu Ísland á hausinn. Þeir vildu fyrir alla muni losna við kraftmikinn mann hjá FME, sem laut ekki boðvaldi þeirra og neitaði margoft að ganga erinda þeirra í starfi. Hann var búinn, ásamt góðum starfsmönnum FME, ónefndum fórnarlömbum þessa gráa gamans, að ryðja yfir 80 málum til sérstaks saksóknara og annarra réttargæzluembætta þannig að mörgum guðjónum og guðjónssonum í hópi svindlara og lögmanna þeirra auk annarra ónefndra þiggjenda bóluáranna, var hætt að lítast á blikuna. Gunnar ekki vanhæfur – þrjú samdóma lögfræðiálitFljótlega eftir að Gunnar var ráðinn settust menn niður og lögðu á ráðin um samsæri gegn forstjóranum. Eftir þrotlausar tilraunir samsærismanna tókst loks að búa til brottrekstrarsök. Margir Íslendingar halda að samsæri séu óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Samsæriskenningar eru gjarnan bölvuð della, en það þýðir ekki, að samsæriskenningin um brottrekstur Gunnars Þ. Andersen sé della. Hún er augljós og liggur raunar fyrir skjalfest í skýrslum, bréfum, fréttatilkynningum, fréttum og ýmsum öðrum upplýsingum þessa ævintýralega máls, sem á sér ekki líka í íslenzkri samtímasögu, og er þá mikið sagt. Upphaf máls var, að háttsettir og valdamiklir samsærismenn fóru af stað til að losna við OF duglegan rannsakanda hjá FME: 1. Fyrst var leitað til heiðarlegs lögmanns, Andra Árnasonar, sem komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri könnun (1. skýrsla) á málinu fyrir FME, að Gunnar hefði ekki brotið lög og engin rök stæðu til að reka hann. Samsærismenn voru óánægðir og báðu Andra að fara aftur yfir málið. Niðurstaða skýrslu númer 2 var sú sama. 2. Nú leið Valdimar Leifssyni, form. stjórnar FME illa og bað hann þá um nýjan lögmann samkvæmt „áætlun" (MBL), „ferli" (RÚV) FME. Morgunblaðið spurði undrandi hvers vegna væri allt í einu beðið um nýtt lögfræðiálit á tveimur fyrirliggjandi lögfræðiálitum og hefur eftir stjórnarformanni, að „…niðurstaða Andra hafi verið mjög skýr". Gunnar væri ekki vanhæfur. En þrátt fyrir „skýra" niðurstöðu var Ástráður Haraldsson lögmaður samt fenginn til að endurtaka verkið og í þriðju skýrslu um meint vanhæfi Gunnars komst hann að sömu niðurstöðu og Andri. Gunnar hefði lagalega hreinan skjöld og væri hæfur. Stæk skítalykt samsæris – Stjórn FME tók löglausa ákvörðunNúna ættu lesendur að vera farnir að finna skítalykt af samsæri. En ef ekki, skal ég bæta um betur: 3. Daginn áður, en þriðju skýrslu (Ástráður) var skilað inn, þ. 15. feb. 2012, neyddist Valdimar stjórnarformaður til að segja: „…engin ástæða til að reka Gunnar." Næsta dag skilaði Ástráður lögfræðiáliti sínu (16. feb.). Þar leynist kafli með prívathugleiðingum lögmannsins og samkvæmt stórkostlegri „huglægri niðurstöðu" segir hann að í ljósi þess að Gunnar telji sig ekki hafa gert neitt rangt (e.o. Andri og Ástráður eru sammála Gunnari um) vakni efasemdir um „óhæði" embættisins! Auk þess nefnir Ástráður, að umræða um embættið, sem samsærismenn komu reyndar sjálfir á stað, hafi kannski áhrif á þetta „óhæði"! Þetta er nýtt innlegg og einhver ævintýralegasta vitleysa, sem ég hef séð og það í svokölluðu „lögfræðiáliti". En meginniðurstaða Ástráðs er þó þessi: „Við tökum undir þá niðurstöðu Andra Árnasonar að gögn málsins beri ekki með sér neitt sem bendi til þess, að Gunnar Þ. Andersen hafi brotið lög með aðkomu sinni að skipulagningu aflandsstarfsemi Landsbankans og stjórnarsetu í NBI Holdings Ltd. og LB Holding Ltd.…Einnig er það mat okkar að ekki séu forsendur til þess…að víkja forstjóranum frá störfum, hvorki tímabundið né varanlega." 4. Þessi þriðja samhljóða niðurstaða jafnmargra lögfræðiálita um hæfi Gunnars dugði ekki! Daginn eftir, að Ástráður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi skrifa undir álit sitt, sendir stjórn FME samt bréf til forstjórans dags. 17. feb. 2012 og segist ætla að segja honum upp vegna þess, að hann hafi „átt þátt í aðgerðum sem voru til þess fallnar að villa um fyrir stofnuninni við eftirlit hennar með málefnum bankans". Þann 1. marz 2012 var Gunnar svo rekinn vegna „villandi upplýsingagjafar" árið 2001 og einnig vegna þess, að Gunnar teldi sig ekki hafa gert neitt rangt fyrir 11 árum! Lögmennirnir töldu ástæður FME ekki gild vanhæfisrök. Þannig er niðurstaðan beinlínis óskiljanleg nema kannski vegna þess, að við vitum, að niðurstaðan átti að vera brottrekstur, hvað sem það kostaði. Þetta er samsærið, sem Fréttablaðið spyr um! Skráð 22. ágúst.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar