Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar 28. ágúst 2012 06:30 Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira