Geðveikir endurfundir Erla Hlynsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Árum saman velti ég fyrir mér hvað varð eiginlega um hann, manninn sem hélt að ég væri eiginkona hans þegar ég var að vinna á Kleppi. Ég velti því svo mikið fyrir mér að ég skrifaði pistil um hann í DV þegar ég vann þar. Um daginn fékk ég síðan óvænt skilaboð frá manninum á Facebook. Hann hafði lesið Bakþanka sem ég skrifaði, og fundið mig. Ég var rúmlega tvítug þegar ég byrjaði að vinna á Kleppi. Þá var ég í sálfræðinámi og fannst starf á geðdeild það eina rétta. Einn skjólstæðinganna, indæll maður á sextugsaldri, átti það til að missa þannig tengsl við veruleikann að hann var sannfærður um að ég væri eiginkona hans. Stundum þurftum við að færa honum matinn inn á herbergi því hann var of illa áttaður til að vera innan um aðra sjúklinga. Iðulega reyndi hann að gefa mér af matnum sínum. Konan hans mátti ekki verða svöng. Það þurfti ekki einu sinni að vera kalt úti til að hann reyndi að breiða yfir mig teppi. Konunni hans mátti ekki verða kalt. Hann þakkaði „mér" líka oft og innilega fyrir að nenna að heimsækja sig nánast daglega á geðdeildina. Bróðir hans heimsótti hann líka. Annars enginn. Inn á milli, þegar hann var betur áttaður, bað hann mig iðulega afsökunar á hegðun sinni. Ég sagði honum að hann hefði ekkert gert af sér. Hann hefði aðeins sýnt af sér hlýju og manngæsku. Ég hlakkaði alltaf til að hitta hann þegar ég mætti á vaktina, og á mestu lúsarlaunum heimsins hvatti mig áfram löngunin til að láta hann brosa. Loks kom að því að ég lét af störfum. Skömmu áður leitaði hann til deildarstjórans og vildi fá að nota eitthvað af peningunum sínum. Deildarstjórinn taldi hann jafnvel í manísku ástandi en í ljós kom að hann vildi bara kaupa handa mér blóm. Blómin keypti hann, plastblóm í gervimold og minnti mig á að vökva þau alltaf, alltaf. Enn þann dag í dag eru þau uppi á stofuskápnum mínum. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr fagmennsku í hverju starfi og mér fannst ekki fagmannlegt að leita uppi fyrrverandi skjólstæðing á sjúkrahúsi til að spjalla. Árin liðu, ég hugsaði til hans en vissi ekkert um afdrif hans. Eftir að hann sendi mér skilaboð á Facebok veit ég að hann er í góðu yfirlæti á hjúkrunarheimili úti á landsbyggðinni. Ég sendi honum svar og sagðist ætla að koma í heimsókn sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Erla Hlynsdóttir Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Árum saman velti ég fyrir mér hvað varð eiginlega um hann, manninn sem hélt að ég væri eiginkona hans þegar ég var að vinna á Kleppi. Ég velti því svo mikið fyrir mér að ég skrifaði pistil um hann í DV þegar ég vann þar. Um daginn fékk ég síðan óvænt skilaboð frá manninum á Facebook. Hann hafði lesið Bakþanka sem ég skrifaði, og fundið mig. Ég var rúmlega tvítug þegar ég byrjaði að vinna á Kleppi. Þá var ég í sálfræðinámi og fannst starf á geðdeild það eina rétta. Einn skjólstæðinganna, indæll maður á sextugsaldri, átti það til að missa þannig tengsl við veruleikann að hann var sannfærður um að ég væri eiginkona hans. Stundum þurftum við að færa honum matinn inn á herbergi því hann var of illa áttaður til að vera innan um aðra sjúklinga. Iðulega reyndi hann að gefa mér af matnum sínum. Konan hans mátti ekki verða svöng. Það þurfti ekki einu sinni að vera kalt úti til að hann reyndi að breiða yfir mig teppi. Konunni hans mátti ekki verða kalt. Hann þakkaði „mér" líka oft og innilega fyrir að nenna að heimsækja sig nánast daglega á geðdeildina. Bróðir hans heimsótti hann líka. Annars enginn. Inn á milli, þegar hann var betur áttaður, bað hann mig iðulega afsökunar á hegðun sinni. Ég sagði honum að hann hefði ekkert gert af sér. Hann hefði aðeins sýnt af sér hlýju og manngæsku. Ég hlakkaði alltaf til að hitta hann þegar ég mætti á vaktina, og á mestu lúsarlaunum heimsins hvatti mig áfram löngunin til að láta hann brosa. Loks kom að því að ég lét af störfum. Skömmu áður leitaði hann til deildarstjórans og vildi fá að nota eitthvað af peningunum sínum. Deildarstjórinn taldi hann jafnvel í manísku ástandi en í ljós kom að hann vildi bara kaupa handa mér blóm. Blómin keypti hann, plastblóm í gervimold og minnti mig á að vökva þau alltaf, alltaf. Enn þann dag í dag eru þau uppi á stofuskápnum mínum. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr fagmennsku í hverju starfi og mér fannst ekki fagmannlegt að leita uppi fyrrverandi skjólstæðing á sjúkrahúsi til að spjalla. Árin liðu, ég hugsaði til hans en vissi ekkert um afdrif hans. Eftir að hann sendi mér skilaboð á Facebok veit ég að hann er í góðu yfirlæti á hjúkrunarheimili úti á landsbyggðinni. Ég sendi honum svar og sagðist ætla að koma í heimsókn sem fyrst.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun