MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni 29. ágúst 2012 11:00 Forstjóri Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans. MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri". Fréttir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri".
Fréttir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira