Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti 30. ágúst 2012 06:00 Stjórnarráðshúsið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti renna öll saman í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.fréttablaðið/gva Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira