Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna 30. ágúst 2012 08:00 Dýrt Félagsheimili Vítisengla að Gjáhellu hefur reynst þeim þungt í skauti. Fréttablaðið/valli Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira