Áhrif frá klúbbatónlist 30. ágúst 2012 16:00 the xx Frá vinstri: Jamie Smith, Romy Madley Croft og Oliver Sim.nordicphotos/Getty Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira