Konum með spilafíkn fjölgar í Svíþjóð, samkvæmt nýrri könnun sænsku lýðheilsustofnunarinnar. Konur eru nú helmingur nýrra spilafíkla. Algengast er að konur á aldrinum 45 til 64 ára glími við vanda vegna spilafíknar.
Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að þar sem konur séu oft einar við spil sé meiri hætta á að þær missi tökin. Tegund spilamennskunnar skiptir einnig máli. Hættan á að verða spilafíkill er sögð mikil ef spilað er í spilakössum og vissum spilum á netinu. Áfengisvandi er einnig áhættuþáttur. Þeim sem drekka mikið er hættara við að verða spilafíklar.- ibs
Erlent