Tuttugasta platan frá Kiss 4. október 2012 00:01 Rokkararnir í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira