Krónan á þunnum ís, 1. hluti Zack Vogel skrifar 4. september 2012 06:00 Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar