Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:02 Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun