Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Kjartan Magnússon skrifar 4. september 2012 06:00 Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00 Mest lesið Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun