Frændi minn er með krabbamein Bergur Hauksson skrifar 4. september 2012 06:00 Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar