Frönsk barnalög tryggja mannréttindi François Scheefer skrifar 5. september 2012 06:00 Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun