Ég á þetta ég má þetta Bergur Hauksson skrifar 7. september 2012 11:00 Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði?
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar