Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. september 2012 06:00 Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun