Tónlist

Spila nýju lögin á útgáfutónleikum

Fjórir meðlimir Retro Stefson ásamt Hermigervli.
Fjórir meðlimir Retro Stefson ásamt Hermigervli.
Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is.

Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hafa að undanförnu æft stíft fyrir tónleikana, þar sem nýja efnið verður frumflutt.

Tíu lög eru á plötunni, þar á meðal Qween og Glow sem hafa gert það gott í útvarpinu síðustu mánuði. „Þetta er okkar besta plata," fullyrðir Unnsteinn en upptökur stóðu yfir í eitt ár.

Hermigervill, sem aðstoðaði við upptökurnar, stígur einnig á stokk á tónleikunum. Haraldur Ari Stefánsson verður aftur á móti fjarri góðu gamni í Iðnó því hann er farinn út til London í leiklistarnám. Unnsteinn viðurkennir að það verði missir að honum. „Að vissu leyti en hann byrjaði seinna í hljómsveitinni. Við höfum tekið nokkra tónleika án hans, þannig að þetta er ekkert stórmál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.