Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi 25. september 2012 06:00 Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira