Viðskipti innlent

Hrannar Már nýr nefndarformaður

SpKEf skattgreiðendur þurfa að greiða 26 milljarða króna vegna flutnings eigna sjóðsins til Landsbankans. fréttablaðið/pjetur
SpKEf skattgreiðendur þurfa að greiða 26 milljarða króna vegna flutnings eigna sjóðsins til Landsbankans. fréttablaðið/pjetur
Hrannar Már Hafberg, lögfræðingur og starfandi héraðsdómari, hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið eftir að Sigríður Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, skipaði Hrannar Má í starfið á fundi forsætisnefndar í dag. Hrannar lauk meistaraprófi frá lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 2008. Sigríður hefur snúið aftur til sinna fyrri starfa sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Upphaflega átti nefndin að skila skýrslu 1. júní síðastliðinn en verkefnið reyndist meira um sig og því var skilum á henni frestað fram á haust. Nú stendur til að skila skýrslunni fyrir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×