Erlent

Telja möguleika skapandi starfa vera vanmetna

Gróska Um 8,5 milljónir manna vinna í menningargeira ESB.nordicphotos/AFP
Gróska Um 8,5 milljónir manna vinna í menningargeira ESB.nordicphotos/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að því að möguleikar menningar og skapandi starfa séu vanmetnir, þegar hugað er að hagvexti til framtíðar.

Í nýrri skýrslu segir að í Evrópusambandinu hafi um 8,5 milljónir manna atvinnu af skapandi störfum og þaðan komi 3,5 til 4,5 prósent af heildarframleiðslu aðildarríkjanna.

Veftímaritið EUobserver bætir því við að þrátt fyrir takmarkaða fjármögnunarmöguleika standi menningargeirinn sig betur á vinnumarkaði en flestir aðrir starfsgeirar. Muni þar mestu um störf ungs fólks, sem annars á erfitt með að fá atvinnu í flestum aðildarríkjum ESB.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×