Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Jón Þorvarðarson skrifar 28. september 2012 06:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. Staðreyndin er sú að þegar Birna Einarsdóttir gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund til að kynna fyrir sér og markaðsdeild Íslandsbanka hugmyndavinnu er nýst gæti til markaðssóknar. Á þeim fundi lagði ég fram kynningarbæklinginn „Reiknaðu með okkur" er gerði ítarlega grein fyrir markaðsherferð undir því slagorði. Hugmyndavinna mín snerist um slagorðið og gríðarleg áhersla var lögð á að ljá því reikningslega tengingu að undangenginni auglýsingaherferð. Þannig átti að undirstrika að viðskiptavinir gætu leitað til bankans og reiknað dæmin/lánin sín með honum. Í kynningarbæklingnum var m.a. lagður grunnur að ýmsum auglýsingahugmyndum þar sem slagorðið öðlaðist hinn reikningslega blæ. Markaðsherferð Ergo, sem hófst árið 2011, byggist á sömu nálgun, nefnilega að viðskiptavinirnir geta reiknað dæmin sín með Ergo undir slagorðinu „Reiknaðu með okkur". Auk þess enda allar auglýsingar Ergo á umræddu slagorði. Innsta kjarna minnar hugmyndavinnu hafði augljóslega verið stolið að áliti þeirra sem til málsins þekkja. Eðlilega hnykkti mér óþægilega við þegar markaðsherferð Ergo var ýtt úr vör. Og þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði. Vel samstilltir lögðu þeir áherslu á að hugmyndavinna mín hefði orðið djúpi gleymskunnar að bráð enda flestir starfsmenn bankans marghrjáðir af minnisleysi. Markaðsdeildin hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, orðið fyrir eins konar vitrun og alveg óvart og fyrir hreina hendingu „enduruppgötvað" mína hugmyndavinnu upp á eigin spýtur! Ég skrifaði Birnu Einarsdóttur harðort bréf og kvartaði undan hraklegum málatilbúnaði Jóns Hannesar enda óásættanlegt að hugmyndavinna mín hefði orðið „enduruppgötvun" Íslandsbanka að bráð. Birna svaraði erindi mínu með því að taka það úr höndum Jóns Hannesar og vísa því til næsta undirmanns, nefnilega Hólmfríðar Einarsdóttur eins af eftirmönnum sínum í starfi markaðsstjóra. Hún þræddi sömu villigötu og Jón Hannes en viðurkenndi þó aðkomu markaðsdeildarinnar að markaðsherferðinni. Skárra væri það nú! En allir höfðu víst sett upp helgisvip þegar hugmyndavinna mín var nefnd á nafn. Athyglisvert var að hún lagði ríka áherslu á að hvítþvo Birnu Einarsdóttur af markaðsherferð Ergo. Viðbrögð Birnu Einarsdóttur við erindi mínu hefðu átt að vera svo auðgefin að venjulega menn setur hljóða þegar þeir frétta hvernig hún brást við. Stöðugt vísaði hún erindi mínu til undirmanna sinna sem áttu að sjá um að þvo hendur hennar af öllum ósómanum. En samt er engum öðrum starfsmanni bankans málið skyldara enda hafði hún verið vel fóðruð á umræddri hugmyndavinnu bæði skriflega og munnlega. Og hún grandskoðaði mínar hugmyndir í meira en fjórar vikur. Í stað þess að leysa málið með samkomulagi bauð hún upp á málflutning sem ekki stendur til boða í samfélögum sem kenna sig við góða siði. Hún stýrði vörn bankans og lét aðstoðarmenn sína skjóta þeim skildi fyrir sig að bankinn hefði fyrir hreina tilviljun „enduruppgötvað" mína hugmyndavinnu. Og það væri í góðu lagi meðan uppgötvunin væri klædd dulargervi gleymskunnar! Er hægt að komast á lægra plan siðgæðis? Að lokum: Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. Staðreyndin er sú að þegar Birna Einarsdóttir gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund til að kynna fyrir sér og markaðsdeild Íslandsbanka hugmyndavinnu er nýst gæti til markaðssóknar. Á þeim fundi lagði ég fram kynningarbæklinginn „Reiknaðu með okkur" er gerði ítarlega grein fyrir markaðsherferð undir því slagorði. Hugmyndavinna mín snerist um slagorðið og gríðarleg áhersla var lögð á að ljá því reikningslega tengingu að undangenginni auglýsingaherferð. Þannig átti að undirstrika að viðskiptavinir gætu leitað til bankans og reiknað dæmin/lánin sín með honum. Í kynningarbæklingnum var m.a. lagður grunnur að ýmsum auglýsingahugmyndum þar sem slagorðið öðlaðist hinn reikningslega blæ. Markaðsherferð Ergo, sem hófst árið 2011, byggist á sömu nálgun, nefnilega að viðskiptavinirnir geta reiknað dæmin sín með Ergo undir slagorðinu „Reiknaðu með okkur". Auk þess enda allar auglýsingar Ergo á umræddu slagorði. Innsta kjarna minnar hugmyndavinnu hafði augljóslega verið stolið að áliti þeirra sem til málsins þekkja. Eðlilega hnykkti mér óþægilega við þegar markaðsherferð Ergo var ýtt úr vör. Og þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði. Vel samstilltir lögðu þeir áherslu á að hugmyndavinna mín hefði orðið djúpi gleymskunnar að bráð enda flestir starfsmenn bankans marghrjáðir af minnisleysi. Markaðsdeildin hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, orðið fyrir eins konar vitrun og alveg óvart og fyrir hreina hendingu „enduruppgötvað" mína hugmyndavinnu upp á eigin spýtur! Ég skrifaði Birnu Einarsdóttur harðort bréf og kvartaði undan hraklegum málatilbúnaði Jóns Hannesar enda óásættanlegt að hugmyndavinna mín hefði orðið „enduruppgötvun" Íslandsbanka að bráð. Birna svaraði erindi mínu með því að taka það úr höndum Jóns Hannesar og vísa því til næsta undirmanns, nefnilega Hólmfríðar Einarsdóttur eins af eftirmönnum sínum í starfi markaðsstjóra. Hún þræddi sömu villigötu og Jón Hannes en viðurkenndi þó aðkomu markaðsdeildarinnar að markaðsherferðinni. Skárra væri það nú! En allir höfðu víst sett upp helgisvip þegar hugmyndavinna mín var nefnd á nafn. Athyglisvert var að hún lagði ríka áherslu á að hvítþvo Birnu Einarsdóttur af markaðsherferð Ergo. Viðbrögð Birnu Einarsdóttur við erindi mínu hefðu átt að vera svo auðgefin að venjulega menn setur hljóða þegar þeir frétta hvernig hún brást við. Stöðugt vísaði hún erindi mínu til undirmanna sinna sem áttu að sjá um að þvo hendur hennar af öllum ósómanum. En samt er engum öðrum starfsmanni bankans málið skyldara enda hafði hún verið vel fóðruð á umræddri hugmyndavinnu bæði skriflega og munnlega. Og hún grandskoðaði mínar hugmyndir í meira en fjórar vikur. Í stað þess að leysa málið með samkomulagi bauð hún upp á málflutning sem ekki stendur til boða í samfélögum sem kenna sig við góða siði. Hún stýrði vörn bankans og lét aðstoðarmenn sína skjóta þeim skildi fyrir sig að bankinn hefði fyrir hreina tilviljun „enduruppgötvað" mína hugmyndavinnu. Og það væri í góðu lagi meðan uppgötvunin væri klædd dulargervi gleymskunnar! Er hægt að komast á lægra plan siðgæðis? Að lokum: Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun